Æsingurinn sagði sitt um spennustigið

Viktor Örn Margeirsson og Danijel Dejan Djuric eigast við í …
Viktor Örn Margeirsson og Danijel Dejan Djuric eigast við í leiknum á dögunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Á föstudagskvöldið fengum við forsmekkinn af því hversu hörð baráttan um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta getur orðið þegar líður á þetta tímabil.

Toppslagur Breiðabliks og Víkings bauð upp á ótrúlega dramatík á lokamínútunum, og eftir að flautað hafði verið til leiksloka.

Tvö mörk sem Blikar skoruðu seint í uppbótartímanum breyta gríðarlega miklu um framhaldið. Stigið sem þeir tryggðu sér með þessum endaspretti sá til þess að Víkingur er fimm stigum á undan Blikum og Val en ekki sjö stigum á undan Val og átta á undan Breiðabliki.

Fyrir okkur þessa hlutlausu var það góð niðurstaða fyrir deildina þótt Víkingar séu því að sjálfsögðu ekki sammála! Æsingurinn og hitinn á varamannabekkjunum í blálokin segja sitt um spennustigið, rauðu spjöldin tvö sem Víkingar fengu, og ekki síður tilfinningaþrungin viðtöl við þjálfarana Arnar og Óskar Hrafn.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert