Bestur í tíundu umferðinni

Fred Saraiva skorar fyrra mark sitt í leiknum gegn Keflavík.
Fred Saraiva skorar fyrra mark sitt í leiknum gegn Keflavík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fred Saraiva, miðjumaður úr Fram, var besti leikmaðurinn í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Fred fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína með Fram gegn Keflavík á föstudagskvöldið. Hann skoraði tvö glæsileg mörk í sigri Framara, 4:1, annað með fallegu skoti af 20 metra færi og hitt eftir skemmtilega sendingu frá Tiago Fernandes úr aukaspyrnu inn í vítateig Keflvíkinga þar sem Fred vippaði boltanum yfir markvörðinn.

Auk þess lagði Fred upp annað mark Framara í leiknum fyrir Aron Jóhannsson og var því með tvö mörk og stoðsendingu í leiknum.

Fred, eða Frederico Bello Saraiva, eins og hann heitir fullu nafni, er 26 ára gamall Brasilíumaður með portúgalskt ríkisfang. Hann er frá borginni Rio Grande, syðst í Brasilíu, og lék með tveimur liðum þar á svæðinu.

Meira um Fred og úrvalslið tíundu umferðar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert