Ekki í hópnum en æfa með liðinu

Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu fyrir …
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að tveir leikmenn sem voru ekki valdir í 25-manna leikmannahópinn fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM æfi þrátt fyrir það með liðinu í vikunni.

„Andri Fannar Baldursson og Kolbeinn Birgir Finnsson æfa með okkur í vikunni,“ sagði Hareide á fundinum.

Andri Fannar er leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og er í U21-árs hópnum fyrir tvo vináttuleiki sem liðið leikur gegn Austurríki og Ungverjalandi í mánuðinum.

Andri Fannar Baldursson í leik með U21-árs landsliðinu á síðasta …
Andri Fannar Baldursson í leik með U21-árs landsliðinu á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Birgir er einn lykilmanna Íslendingaliðs Lyngby, sem bjargaði sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni með lygilegum hætti um liðna helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert