Erfiður biti að kyngja

Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss, í leik gegn ÍBV.
Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss, í leik gegn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Ég viðurkenni að þetta var erfiður biti að kyngja,“ sagði Unnur Dóra Bergsdóttir, fyrirliði Selfoss, eftir 2:0-tap fyrir FH á Kaplakrika í kvöld þegar leikið var í 7. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.

„Við eigum til að koma miklu betur til síðari hálfleiks og það er bara ekki boðlegt.  Við þurfum nú að líta inn á við og vinna í þessu.  Við þurfum að finna hvað gerist, ertum alltof stressaðar með boltann eins og við værum ekki alveg tilbúnar í þetta en við sköpuðum okkur alveg færi í seinni hálfleik og áttum að klára þau,“ sagði Unnur Dóra.

Selfoss er eftir kvöldið enn á botni deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki en fyrirliðinn er ánægður með leikmannahóp sinn, það sé ekki vandamálið.  „Við eigum að vera alveg tilbúnar fyrir efstu deildina, erum með stóran og breiðan hóp, góða leikmenn en það er eitthvað andlegt sem þarf að finna út úr.“

mbl.is