Hareide gerir sjö breytingar á landsliðshópnum

Åge Hareide á fréttamannafundinum í dag.
Åge Hareide á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Arnþór

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag sinn fyrsta leikmannahóp fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara á Laugardalsvellinum 17. og 20. júní.

Hareide gerir sjö breytingar á hópnum frá leikjunum við Bosníu og Liechtenstein í marsmánuði en hann velur 25 leikmenn í stað 24 áður.

Kristian Nökkvi Hlynsson, 19 ára leikmaður Ajax, sem hefur verið í stóru hlutverki í U21 og U19 ára landsliðum Íslands kemur inn í A-hópinn í fyrsta skipti.

Kristian Nökkvi Hlynsson, hinn ungi leikmaður Ajax, er í landsliðshópnum.
Kristian Nökkvi Hlynsson, hinn ungi leikmaður Ajax, er í landsliðshópnum. Ljósmynd/KSÍ

Þá kemur Willum Þór Willumsson frá Go Ahead Eagles í Hollandi inn í hópinn en hann á einn A-landsleik að baki.

Albert Guðmundsson er í hópnum á ný eftir árs fjarveru og þeir Birkir Bjarnason, Sverrir Ingi Ingason, Elías Rafn Ólafsson markvörður og Valgeir Lunddal Friðriksson bætast einnig við hópinn.

Þeir sex sem voru í hópnum í mars en eru ekki í hópnum nú eru Patrik Sigurður Gunnarsson, Davíð Kristján Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Aron Elís Þrándarson, Stefán Teitur Þórðarson og Andri Lucas Guðjohnsen.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson, Alanyaspor - 22/0
Hákon Rafn Valdimarsson, Elfsborg - 4/0
Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland - 4/0

Varnarmenn:
Hörður Björgvin Magnússon, Panathinaikos - 46/2
Sverrir Ingi Ingason, PAOK - 40/3
Guðlaugur Victor Pálsson, DC United - 34/1
Alfons Sampsted, Twente - 15/0
Daníel Leó Grétarsson, Slask Wroclaw - 13/0
Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken - 5/0

Miðjumenn:
Birkir Bjarnason, Viking Stavanger - 113/15
Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi - 101/5
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley - 84/8
Arnór Ingvi Traustason, Norrköping - 46/5
Mikael Anderson, AGF - 20/2
Ísak Bergmann Jóhannesson, FC Köbenhavn - 18/3
Þórir Jóhann Helgason, Lecce - 16/2
Hákon Arnar Haraldsson, FC Köbenhavn - 9/1
Willum Þór Willumsson, Go Ahead Eagles - 1/0
Kristian Nökkvi Hlynsson, Ajax - 0/0

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason, Lyngby - 65/15
Albert Guðmundsson, Genoa - 33/6
Arnór Sigurðsson, Norrköping - 27/2
Jón Dagur Þorsteinsson, OH Leuven - 26/4
Mikael Egill Ellertsson, Venezia - 12/1
Sævar Atli Magnússon, Lyngby - 2/0

mbl.is