Nýliðar FH upp í efri hluta deildarinnar

Shaina Ashouri og liðskonur í FH taka á móti Selfossi …
Shaina Ashouri og liðskonur í FH taka á móti Selfossi í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Öryggi og agi FH-kvenna reyndist Selfyssingum of stór bitir þegar liðin mættust í efstu deild kvenna í fótbolta í kvöld og 2:0 sigur FH síst of stór.   Fyrir vikið skutlast FH upp um tvö sæti og upp fyrir miðja deild á meðan Selfoss er enn á botni deildarinnar.

Leikurinn gaf góð fyrirheit með færi og spennu þegar Shaina Ashouri skaut í slánna hjá Selfossi á 3. mínútu.  Það varð hins vegar nánast ekkert um færi en því meiri barningur um víðan völl.

FH-konur voru mun sprækari fyrsta korterið en um leið og þær gáfu eftir tóku Selfyssingar við sér og sóttu en sem fyrr var ekki markvert færi lengst af.

Á 25. mínútu dró svo til tíðinda þegar frábært þegar Shaina tók horn fyrir FH frá vinstri og boltinn kom niður alveg við marklínu en þar var þvaga, Idun markvörður Selfoss náði ekki til boltans og Valgerður Ósk Valsdóttir skallaði í markið af stuttu færi.   Alveg stórhættuleg svona horn.

Það var ekki fyrr en á 64. mínútu leiksins að eitthvað gerðist upp við mörkin þegar Unnur Dóra Bergsdóttir skaut úr miðjum vítateig  í stöngina hjá FH eftir snögga sókn þar sem Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir átti fínan sprett og góða fyrirgjöf. 

Á 81. mínútu innsiglaði svo FH sigurinn þegar Sara Montoro, sem kom inná sem varamaður á 60. mínútu afgreiddi snyrtilega af stuttu færi góða sendingu Mackenzie frá vinstri.

Reyndar fékk Selfoss síðasta færi leiksins þegar Emelía Óskarsdóttir komst ein í gegn en Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH varði glæsilega af stuttu færi.

Með sigrinum og eftir aðra leiki dagsins færist FH upp um tvö sæti, í það fimmta og mætir Stjörnunni í næsta leik.  Selfoss hinsvegar er fast í botnsætinu og mætir Þór/KA fyrir norðan í næsta leik.

M-einkunnagjöfin og dómaraeinkunnin verða í Morgunblaðinu í fyrramálið.

FH 2:0 Selfoss opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í tafir og slíkt.
mbl.is
Loka