Orri fer ekki á EM

Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orri Steinn Óskarsson verður ekki í leikmannahópi íslenska U19-ára landsliðsins fyrir EM 2023 sem fer fram á Möltu í næsta mánuði.

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari mun opinbera hópinn í dag en Fótbolti.net greinir frá því að Orri Steinn verði ekki í hópnum þar sem félag hans, FC Köbenhavn, muni ekki hleypa honum í verkefnið.

Sóknarmaðurinn er sannkallaður lykilmaður liðsins enda mesti markaskorari þess. Hann er meiddur sem stendur en þó ekki alvarlega og yrði leikfær þegar keppnin hefst þann 3. júlí næstkomandi.

Íslenska liðið er með Spáni og Noregi í riðli á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert