Vantaði bara herslumuninn

Anita Lind Daníelsdóttir lék vel með Keflavík í kvöld.
Anita Lind Daníelsdóttir lék vel með Keflavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anita Lind Daníelsdóttir, varnarmaður Keflavíkur, sagði í samtali við mbl.is eftir markalaust jafntefli við ÍBV í Bestu deild kvenna í Keflavík í kvöld að herslumuninn hafi vantað upp á að skora mark í leiknum.

„Við náðum ekki að spila í fyrri hálfleik. Þær yfirspiluðu okkur í byrjun en um leið og við færðum okkur nær þeim þá náðum við jafnari leik. Við vorum hættulegar á köflum, sérstaklega í lok fyrri hálfleiks og það vantaði bara herslumuninn að við kæmum boltanum inn. Það bara gerðist ekki í dag.

Við náðum ekki að stýra miðjunni á vellinum en vörnin okkar var mjög góð, sérstaklega í síðari hálfleik. Við þurfum að bæta spilið á miðjunni fyrir næsta leik,” sagði Anita í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert