Vonandi tekst honum að sannfæra Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vonandi nær hann að sannfæra okkar besta fótboltamann Gylfa Þór,“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í fótbolta.

Á nóg eftir

Åge Hareide tók við þjálfun íslenska liðsins í apríl og liðið leikur sína fyrstu landsleiki undir hans stjórn dagana 17. og 20. júní þegar Slóvakía og Portúgal mæta á Laugardalsvöll í undankeppni EM 2024.

„Hann á nóg eftir og vonandi kemur hann til baka og hjálpar okkur,“ sagði Gaupi.

„Með hann innanborðs, í sæmilegu standi, er vonin mun meiri,“ sagði Gaupi meðal annars.

Umræðan um íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefst á 52. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is