7. umferð: Áfangar hjá Valskonu og Þróttara

Lára Kristín Pedersen með boltann í sínum 200. leik í …
Lára Kristín Pedersen með boltann í sínum 200. leik í deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sjöundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta náði Valskona sögulegum áfanga á ferlinum og Þróttur eignaðist sína fyrstu tuttugu marka konu.

Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Vals, náði þeim stóra áfanga í fyrrakvöld, þegar Valur vann Þór/KA, 1:0, á Hlíðarenda, að spila sinn 200. leik í efstu deild hér á landi. Lára er aðeins 18. konan sem nær þessum leikjafjölda í deildinni frá upphafi og er jafnframt sú fyrsta í þrjú ár til að komast í 200 leikja hópinn.

Lára hefur spilað þessa 200 leiki með sex liðum, Aftureldingu, Aftureldingu/Fjölni, Stjörnunni, Þór/KA, KR og nú með Val en þetta er hennar þriðja tímabil á Hlíðarenda. 

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skorar fyrra mark sitt í leiknum á …
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skorar fyrra mark sitt í leiknum á Sauðárkróki. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir varð fyrsti leikmaður Þróttar til að skora 20 mörk í efstu deild þegar Þróttur vann Tindastól, 3:1, á Sauðárkróki í fyrrakvöld. Hún skoraði tvö markanna, hennar fyrstu á tímabilinu, og það seinna var 20. markið. Engin önnur hefur skorað meira en tíu mörk fyrir Þrótt í efstu deild.

Andrea Mist Pálsdóttir skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stjörnuna.
Andrea Mist Pálsdóttir skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stjörnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrea Mist Pálsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna í deildinni þegar liðið gerði jafntefli við Breiðablik, 1:1, í Kópavogi í gærkvöld. Hún hefur áður skorað fyrir Þór/KA og FH, samtals 19 mörk.

Hannah Jane Cade skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hún kom Tindastóli á blað í tapleiknum gegn Þrótti.

Sara Montoro í leik með Fjölni í fyrra. Hún hefur …
Sara Montoro í leik með Fjölni í fyrra. Hún hefur skorað í tveimur leikjum í röð fyrir FH. mbl.is/Árni Sæberg

Sara Montoro hefur skorað í tveimur leikjum í röð fyrir FH sem varamaður en hún skoraði seinna markið í sigrinum á Selfossi í fyrrakvöld, 2:0. Þetta eru tvö fyrstu mörk hennar í efstu deild.

Tanya Boychuk hefur skorað fyrir Þrótt í þremur leikjum í röð og er komin í hóp þeirra markahæstu í deildinni með fjögur mörk.

Úrslit­in í 6. um­ferð:
Kefla­vík - ÍBV 0:0
Val­ur - Þór/​KA 1:0
FH - Sel­foss 2:0
Tinda­stóll - Þrótt­ur R. 1:3
Breiðablik - Stjarn­an 1:1

Marka­hæst­ar:
4 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
4 Sandra María Jessen, Þór/​​​​KA

4 Tanya Boychuk, Þrótti
3 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
3 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
3 Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
3 Shaina Ashouri, FH

3 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
11.6. Þór/KA - Selfoss
12.6. ÍBV - Breiðablik
12.6. Þróttur R. - Keflavík
12.6. Stjarnan - FH
12.6. Valur - Tindastóll

mbl.is