Látnir hlaupa eins og skepnur undir stjórn Heimis

„Fljótlega eftir tímabilið 2008 byrjaði Heimir Hallgrímsson að spjalla við mig og hann vildi fá mig til Vestmannaeyja,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, er fæddur og uppalinn á Selfossi en hann gekk til liðs við ÍBV frá uppeldisfélagi sínu fyrir tímabilið 2009 en hann lék í eitt sumar með Eyjamönnum.

„Við vorum látnir hlaupa eins og skepnur á undirbúningstímabilinu og ég hef held ég aldrei verið í jafn góðu formi á ferlinum,“ sagði Viðar Örn.

„Ég skoraði tvennu eða þrennu í öllum leikjum undirbúningstímabilsins og taldi það nokkuð öruggt í marsmánuði að ég væri að fara berjast um markakóngstitilinn í deildinni,“ sagði Viðar Örn meðal annars.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Heimir Hallgrímsson stýrði ÍBV áður en hann tók við sem …
Heimir Hallgrímsson stýrði ÍBV áður en hann tók við sem aðstoðarþálfari íslenska karlalandsliðsins og síðar þjálfari karlalandsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is