Rifja upp þrumufleyg Eyjólfs (myndskeið)

Eyjólfur Sverrisson skoraði markið fræga á Stade de France í …
Eyjólfur Sverrisson skoraði markið fræga á Stade de France í París árið 1999. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag skemmtilega færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mark Eyjólfs Sverrissonar gegn Frakklandi í undankeppni EM er rifjað upp.

Leikurinn fór fram á Stede de France í París í undankeppni EM í október árið 1999 en honum lauk með sigri Frakklands, 3:2.

Frakkar voru ríkjandi heimsmeistarar á þessum tíma en Eyjólfur minnkaði muninn fyrir íslenska liðið, í stöðunni 2:0, með marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi.

Markið má sjá hér fyrir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert