Fyrsti sigur Fram í sumar

Þórey Björk Eyþórsdóttir skoraði fyrir Fram í dag.
Þórey Björk Eyþórsdóttir skoraði fyrir Fram í dag. Ljósmynd/Fram

Fram vann góðan sigur á Fjarðabyggð/Hetti Leikni í 1. deild kvenna í fótbolta í dag í markaleik, 3:2, á Framvellinum í Úlfarsárdal.

Fram komst yfir á 23. mínútu leiksins með marki frá Ólínu Sif Hilmarsdóttur. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 32. mínútu og leikar því orðnir jafnir. Rósey Björgvinsdóttir kom gestunum í FHL yfir á 37. mínútu og leiddu gestirnir þegar flautað var til hálfleiks.

Þórey Björk Eyþórsdóttir jafnaði leikinn á 51. mínútu áður en Fanney Birna Bergsveinsdóttir skoraði sigurmark heimakvenna í uppbótartíma leiksins.

Með sigrinum sem var sá fyrsti á tímabilinu komst Fram úr botnsæti deildarinnar og upp í það áttunda með 4 stig. FHL er í 7. sæti með 6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert