Gat ekki breytt áliti fólks á mér

„Þetta byrjaði strax eftir einhvern æfingaleik og ég gat ekkert breytt því,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 en tækifæri hans með íslenska landsliðinu hafa verið af skornum skammti og hefur meðal annars verið talað um að leikstíll hans henti ekki íslenska liðinu.

„Ég fór bara að einbeita mér að mínum félagsliðum svo ég myndi ekki pirra mig of mikið á umræðunni,“ sagði Viðar Örn.

„Ég gat ekkert breytt áliti fólks á því að ég væri latur eða að ég gæti ekki spilað í þessum gæðaflokki en fyrir mér var þetta alveg sami gæðaflokkur og félagsliðaboltinn,“ sagði Viðar Örn meðal annars.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

iðar Örn Kjartansson á að baki 32 A-landsleiki.
iðar Örn Kjartansson á að baki 32 A-landsleiki. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is