Hefði verið algjört bull að gefa rautt

Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, var í eldlínunni í dag er liðið gerði 2:2-jafntefli við FH í Bestu deildinni í fótbolta. Einhverjir Blikar vildu fá rautt spjald á Kjartan Henry Finnbogason, þegar hann virtist skalla Damir Muminovic.

„Mér fannst hann skalla aftur á bak og taka hnakkahreyfingu í áttina að andlitinu á honum. Þannig leit þetta út fyrir mér. Ef satt reynist átti þetta að vera rautt. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur,“ sagði Viktor um atvikið.

Einhverjir FH-ingar vildu svo fá rautt spjald þegar Viktor átti hressilega tæklingu undir lok leiks. „Mér fannst þetta sanngjörn tækling. Ég tók boltann en fór aðeins í hann. Mér fannst ég ekki lyfta löppinni of hátt. Það hefði verið algjört bull að gefa rautt. Þetta var varla aukaspyrna,“ sagði Viktor Örn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert