Mistök á fyrstu mínútu gerðu útslagið í Kópavogi

Gísli Eyjólfsson skýtur að marki FC Kaupmannahafnar.
Gísli Eyjólfsson skýtur að marki FC Kaupmannahafnar. mbl.is/Hákon

Dan­merk­ur­meist­ar­ar FC Kö­ben­havn unnu útisig­ur, 2:0, á Íslands­meist­ur­um Breiðabliks í fyrri leik liðanna í 2. um­ferð undankeppni Meist­ara­deild­ar karla í knatt­spyrnu á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Breiðablik komst í aðra um­ferð með því að slá út Írlands­meist­ara Shamrock Rovers en Kö­ben­havn fór sjálf­krafa í aðra um­ferð.  

Ekki voru bún­ar nema 42 sek­únd­ur þegar gest­irn­ir frá Kaup­manna­höfn komust yfir. Þá slapp Jor­d­an Lars­son í gegn eft­ir send­ingu frá Valdemari Lund en Ant­on Ari Ein­ars­son, markvörður Blika, hafði næg­an tíma til þess að koma út og sparka bolt­an­um burt. 

Viktor Karl Einarsson í baráttunni í kvöld.
Viktor Karl Einarsson í baráttunni í kvöld. mbl.is/Hákon

Ant­on var hins­veg­ar alltof lengi og þegar hann loks kom út var hann of seinn en hann setti bolt­ann í Lars­son og þannig slapp Sví­inn einn á móti marki og renndi bolt­an­um inn, 1:0 fyr­ir Kö­ben­havn og martraðarbyrj­un Blika staðreynd. 

Blikaliðið sótti í sig veðrið eft­ir það og var nokkuð betri aðil­inn næstu mín­út­ur. Gísli Eyj­ólfs­son fékk fljót­lega gott skot­færi en Kamil Gra­bara, markvörður Kö­ben­havn, varði frá hon­um. 

Besta færi Blika í fyrri hálfleik kom á 26. mín­útu þegar Vikt­or Örn Mar­geirs­son skallaði bolt­ann að marki Kö­ben­havn og bolt­inn var á leiðinni inn. Marka­skor­ari FCK, Lars­son, var aft­ur á móti á lín­unni og bjargaði listi­lega með bak­falls­spyrnu og hélt sínu liði í for­yst­unni. 

Gestirnir fagna fyrsta marki leiksins.
Gestirnir fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Hákon

Lars­son var svo aft­ur á ferðinni á 32. mín­útu þegar hann átti glæsi­lega hæl­send­ingu á fyr­irliðann Rasmus Falk sem renndi bolt­an­um fram­hjá Ant­oni Ara og kom Kö­ben­havn í 2:0, dýrt eft­ir öll klúður Blika. 

Blikaliðið virt­ist slegið eft­ir markið en lítið var að frétta í sókn­ar­leik Blikana það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks og fóru þeir tveim­ur mörk­um und­ir til bún­ings­klefa. 

Stuðningsmenn FCK fagna fyrsta marki leiksins.
Stuðningsmenn FCK fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Hákon

Seinni hálfleik­ur­inn var hinn ró­leg­asti en Blikar fengu fá góð færi til þess að minnka mun­inn. Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son kom inn á í liði Kö­ben­havn á 58. mín­útu og á þeirri 71. kom Orri Steinn, son­ur Óskars Hrafns Þor­valds­son­ar þjálf­ara Blika, inn á. 

Kö­ben­havn hélt 2:0-for­ystu sinni all­an síðari hálfleik­inn og sigldi sigr­in­um heim en und­ir lok leiks fékk Orri Steinn gott skalla­færi til þess að koma Kö­ben­havn í 3:0 en skallaði rétt fram­hjá. 

Ágúst Eðvald Hlynsson var nærri því að skora fyrir Blika í uppbótartímanum en Grabara varði vel fast skot hans.

Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, hitar upp í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, hitar upp í kvöld. mbl.is/Hákon

Seinni leik­ur liðanna fer fram í Kaup­manna­höfn á miðviku­dag­inn í næstu viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Spörtu Prag frá Tékklandi í 3. umferð keppninnar en tapliðið mætir annað hvort Zrinjski frá Bosníu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu í 3. umferð Evrópudeildarinnar.

Orri Steinn Óskarsson hjá FC Kaupmannahöfn í upphitun.
Orri Steinn Óskarsson hjá FC Kaupmannahöfn í upphitun. mbl.is/Hákon
Breiðablik 0:2 FC Köbenhavn opna loka
90. mín. Þremur mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert