„Búinn að vera í Fylki síðan ég var fjögurra ára“

Úr leik Fylkis og ÍBV í Bestu deild karla.
Úr leik Fylkis og ÍBV í Bestu deild karla. Ottar Geirsson

Þóroddur Víkingsson, leikmaður Fylkis, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í kvöld er hann kom inn á sem varamaður gegn ÍBV.

Fylkir tók á móti ÍBV í fyrstu umferð neðri hlutar í Bestu deild karla markið var gríðarlega mikilvægt fyrir Fylki í fallbaráttunni en liðin skildu 2:2. Þóroddur skoraði af stuttu færi þegar hann stýrði boltanum í þverslána og inn í sinni fyrstu snertingu í leiknum. 

„Tilfinningin er geggjuð, ég var tilbúinn að fara inn á því ég vissi að Ólafur væri tæpur og svo kom bara kallið“. sagði Þóroddur í viðtali við Mbl.is að leik loknum en hann er spenntur fyrir komandi tímum. 

Þóroddur er fæddur árið 2004 og var hann í skýjunum með markið og sérstaklega að hafa náð að bjarga stigi fyrir félagið.

„Ég er búinn að vera í Fylki síðan ég var fjögurra ára svo tilfinning er góð.“

mbl.is