Verðskuldaður sigur Þórs/KA

Akureyringar fagna eftir að Sandra María Jessen (10) kom þeim …
Akureyringar fagna eftir að Sandra María Jessen (10) kom þeim yfir í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Þróttur úr Reykjavík og Þór/KA mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta í Laugardalnum í dag þar sem Þór/KA vann sannfærandi sigur, 2:0.

Þór/KA byrjaði leikinn mun betur en Þróttur og stýrði leiknum. Norðankonur héldu boltanum vel og voru að skapa færi á meðan að Þróttar-konur fylgdust með og gátu lítið gert til þess að stoppa þær. Þróttarar komust meira inn í leikinn sem á leið en það vantaði Katherine Cousins á miðjuna og spilið gekk ekki jafn vel og þða hefur í sumar.

Þór/KA konur fengu fullt af tækifærum og hornspyrnum en náðu ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik. Það tók þær þó aðeins nokkrar mínútur að skora í seinni hálfleik en það var Sandra María Jessen sem setti boltann í netið. Sending yfir vörnina, Sandra skaut í fjærhornið og staðan 1:0.

Jakobína Hjörvarsdóttir skoraði svo annað mark Þór/KA beint úr aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Þróttara, boltinn skoppaði í teignum og endaði svo í fjærhorninu.

Undir lokinn fengu Þróttarar þó fín færi, Mikenna McManus var nálægt því að skora á 71. mínútu þegar hún skaut fyrir utan teig en Melissa Lowder gerði mjög vel og varði.

 Sierra Marie Lelii komst einnig fyrir útspark hjá Melissa Lowder, boltinn var á leiðinni í markið en Agnes Birta Stefánsdóttir hreinsaði á línu. 

Akureyrarliðið setti þar með strik í reikning Þróttara í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Þar er Breiðablik nú með 37 stig, Stjarnan 35, Þróttur 34 og Þór/KA er með 32 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Þróttur R. 0:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Þróttur R. fær hornspyrnu
mbl.is