Víkingar stráðu salti í sár Breiðabliks

Leikmenn Víkings fagna bikarmeistaratitlinum á laugardag.
Leikmenn Víkings fagna bikarmeistaratitlinum á laugardag. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnudeild Víkings stráði salti í sár Breiðabliks eftir að karlalið félagsins varð bikarmeistari í fótbolta með 3:1-sigri á KA í bikarúrslitum á Laugardalsvelli á laugardaginn var.

Víkingar borguðu fyrir auglýsingu á skilti við Fífuna og heimavöll Breiðabliks, þar sem bikarmeistaratitlinum er fagnað. Mikill rígur hefur myndast á milli félaganna síðustu ár, enda tvö bestu lið landsins að undanförnu.

Jón Stefán Jónsson birti eftirfarandi mynd á X (áður Twitter), þar sem sjá má auglýsingu Víkinga við heimavöll Breiðabliks.

mbl.is