Knattspyrnudeild Víkings stráði salti í sár Breiðabliks eftir að karlalið félagsins varð bikarmeistari í fótbolta með 3:1-sigri á KA í bikarúrslitum á Laugardalsvelli á laugardaginn var.
Víkingar borguðu fyrir auglýsingu á skilti við Fífuna og heimavöll Breiðabliks, þar sem bikarmeistaratitlinum er fagnað. Mikill rígur hefur myndast á milli félaganna síðustu ár, enda tvö bestu lið landsins að undanförnu.
Jón Stefán Jónsson birti eftirfarandi mynd á X (áður Twitter), þar sem sjá má auglýsingu Víkinga við heimavöll Breiðabliks.
Auglýsingaskiltið við hlið Fífunnar í kvöld...
— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) September 16, 2023
Fyrir aðdáanda góðs banter þá er þetta eiginlega dásamlega gott þó ég sé hlutlaus í þessum ríg. pic.twitter.com/XQkW8iMNNv