Hættur sem þjálfari eftir að liðið hélt sér uppi

Ian Jeffs hefur þjálfað Þrótt í tvö ár.
Ian Jeffs hefur þjálfað Þrótt í tvö ár. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ian Jeffs er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs Þróttar úr Reykjavík í knattspyrnu eftir að hafa stýrt því í tvö ár.

Jeffs tók við Þrótturum haustið 2021, eftir að þeir féllu niður í 2. deild, og honum tókst að koma liðinu aftur upp í 1. deild í fyrstu tilraun. 

Þróttarar voru síðan í harðri fallbaráttu fram í lokaumferð 1. deildarinnar í haust en gulltryggðu sér áframhaldandi sæti þar á laugardaginn með því að sigra Aftureldingu, 2:1.

Á heimasíðu Þróttar segir að Jeffs hafi tilkynnt Þrótturum um þá ákvörðun sína að hætta eftir tímabilið fyrir nokkrum vikum.

Ég tel rétt á þessari stundu að annar þjálfari taki við liði Þróttar og haldi áfram uppbyggingunni og ég kveð félagið sáttur," segir Ian Jeffs á heimasíðu Þróttar.

mbl.is