Hefðu ekki staðist skoðun í VAR-herberginu

VAR hefði eflaust komið sér vel í bikarúrslitaleik karla um …
VAR hefði eflaust komið sér vel í bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. mbl.is/Óttar Geirsson

VAR er komið til að vera. Við sem höfum agnúast út í myndbandsdómgæsluna þurfum að viðurkenna að hún er orðin mikilvægur hluti af fótboltanum.

Nú er svo komið að maður er farinn að hafa samúð með dómurum sem þurfa að dæma leiki upp á eigin spýtur og taka alla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru.

Úrslitaleikur Víkings og KA í bikarkeppni karla á laugardaginn er gott dæmi um það. Tvö eða jafnvel þrjú af fjórum mörkum leiksins voru á einhvern hátt vafasöm og óvíst að þau hefðu staðist skoðun í VAR-herberginu, ef það væri til staðar á Laugardalsvellinum.

Dómari og aðstoðardómari voru gagnrýndir fyrir frammistöðu sína, enda ljóst að sumar ákvarðanir þeirra voru rangar.

Ég sat fréttamannafund hjá yfirmanni dómaramála hjá UEFA í síðasta mánuði þar sem VAR var eitt af umræðuefnunum.

Finnskur kollegi minn kom með athyglisverða spurningu: Hvað ætlar UEFA að gera fyrir þær þjóðir sem hafa ekki efni á að taka upp myndbandsdómgæslu í sínum deildum?

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: