Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í knattspyrnu til næstu tveggja ára, eða til loka tímabilsins 2025.
Gunnar Heiðar tók við Njarðvíkurliðinu í afar erfiðri stöðu á miðju sumri en það var þá við botn 1. deildarinnar með aðeins 8 stig þegar tíu leikir voru eftir og útlitið frekar svart.
Njarðvík náði í fimmtán stig í þessum síðustu tíu leikjum og hélt sæti sínu í deildinni þó það hefði staðið afar naumt í lokaumferðinni þegar aðeins einu marki munaði á Njarðvík og Selfossi í tíunda og ellefta sætinu.