Umspil 1. deildar karla í fótbolta hófst í gær. Að mínu mati er það æðisleg hugmynd að bæta umspilinu við tímabilið og hafa allt undir í síðustu leikjum leiktíðarinnar hjá fjórum af fimm bestu liðum deildarinnar.
Það er umspil í deildum víða um heim og er oft um að ræða allra mest spennandi leiki hvers tímabils, þar sem allt er undir. Gagnrýnendur fyrirkomulagsins benda á að Afturelding hafi endað í öðru sæti deildarinnar í ár með 43 stig, en Leiknir úr Reykjavík í fimmta með 35 stig.
Væri þá sanngjarnt að Leiknir fari upp, á kostnað Aftureldingar? Það er sanngjörn spurning, en að mínu mati er í góðu lagi að liðið sem endar í öðru sæti fái ekki nákvæmlega sömu verðlaun og liðið sem endar í fyrsta sæti. Það á að vera gulrót að vera allra besta liðið.
Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.