Leikur ÍBV og Fram í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið færður til sunnudags klukkan 16, en hann átti upprunalega að fara fram á laugardag klukkan 14.
Veðurspáin er hins vegar mjög slæm á laugardag og var því ákveðið að seinka leiknum um 26 klukkutíma.
Er um afar mikilvægan leik fyrir bæði lið að ræða, en þau eru bæði með 20 stig. ÍBV er sem stendur í fallsæti á markatölu og Fram rétt fyrir ofan.