Selfyssingurinn til Ítalíu

Bergrós Ásgeirsdóttir fagnar marki í leik með Selfossi á síðasta …
Bergrós Ásgeirsdóttir fagnar marki í leik með Selfossi á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnukonan Bergrós Ásgeirsdóttir hefur skrifað undir samning við ítalska félagið ACF Arezzo, sem leikur í B-deild þar í landi.

Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum.

Bergrós er 26 ára gömul og getur leyst hinar ýmsu stöður á vellinum. Oftast leikur hún þó í stöðu bakvarðar.

Hún er uppalin á Selfossi og hefur leikið með liðinu alla tíð.

Alls á Bergrós að baki 90 leiki fyrir Selfoss í efstu deild og 11 til viðbótar í þeirri næstefstu.

mbl.is
Loka