Steikjandi hiti í Tel Aviv

Blikar í hitanum í Tel Aviv í dag.
Blikar í hitanum í Tel Aviv í dag. Ljósmynd/@BreidablikFC

Leikmenn og starfslið karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu hafa látið fara vel um sig í Tel Aviv, fjölmennustu borg Ísraels, í dag og í gær.

Fram undan er leikur gegn heimamönnum í Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð B-riðils Sambandsdeildar UEFA og hefst hann klukkan 19.

Steikjandi hiti er í Tel Aviv um þessar mundir eins og Blikar fengu að finna á eigin skinni í gönguferð um borgina í dag.

Hitinn fór yfir 30 gráður í dag en fer svo að kólna með kvöldinu og aðstæður því öllu betri þegar leikurinn hefst klukkan 22 að staðartíma.

mbl.is