Byrjunarlið Íslands klárt – engin Sveindís

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á sínum stað í byrjunarliðinu.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á sínum stað í byrjunarliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur opinberað byrjunarlið Íslands gegn Wales í 1. umferð Þjóðadeildarinnar, en flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 18. 

Alls eru fimm breytingar á íslenska liðinu frá 1:0-sigrinum á Austurríki í vináttuleik í júlí.

Telma Ívarsdóttir kemur í markið og þær Sandra María Jessen, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Amanda Andradóttir koma einnig inn í liðið. 

Þær koma inn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, Örnu Sif Ásgrímsdóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Elísu Viðarsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur. 

Byrjunarlið Íslands: 

Mark: Telma Ívarsdóttir.

Vörn: Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir.

Miðja: Diljá Ýr Zomers, Hildur Antonsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Sandra María Jessen.

Sókn: Hlín Eiríksdóttir, Amanda Andradóttir.

mbl.is