Líkaminn sagði stopp

„Líkaminn hefur fengið að þjösnast meira en hann gerði í fyrra og ég þarf að geta gengið almennilega eftir fimm til tíu ár því mig langar að geta gert eitthvað með börnunum mínum í framtíðinni,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Sif Atladóttir í Dagmálum.

Ágætis tímapunktur

Sif, sem er 38 ára gömul, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril hér heima og í atvinnumennsku í bæði Þýskalandi og Svíþjóð.

„Ég er orðin 38 ára gömul og þetta var ágætis tímapunktur til þess að kalla þetta gott,“ sagði Sif.

„Líkaminn sagði stopp og mér finnst gott að geta gengið frá leiknum, vitandi það að ég var ennþá hangandi í þessum ungu leikmönnum,“ sagði Sif meðal annars.

Viðtalið við Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Loka