Þorsteinn: Ég er ekki læknir

Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í kvöld.
Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson veit ekki nákvæmlega hver staðan á meiðslum landsliðskonunnar Sveindísar Jane Jónsdóttur er. 

Sveindís var ekki með íslenska landsliðinu þegar liðið sigraði Wales, 1:0, í fyrsta leik liðanna í 3. riðli A-deild­ar­inn­ar í Þjóðadeild­ar kvenna í fót­bolta á Laug­ar­dals­velli í kvöld. 

Hún mun heldur ekki taka þátt í landsleik Íslands gegn Þýskalandi á þriðjudaginn kemur en Bryndís Arna Níelsdóttir var kölluð inn í hennar stað. 

Spurður um meiðsli Sveindísar á blaðamannafundi eftir leik svaraði Þorsteinn: „Ég er ekki læknir þó ég viti ýmislegt. Ég veit ekki alveg hversu alvarleg meiðslin eru. Það á eftir að koma í ljós.“

mbl.is
Loka