„Ég er pirruð,“ var það fyrsta sem Sophie Ingle, fyrirliði Wales, sagði við BBC eftir 1:0-tap Wales gegn Íslandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í gær.
„Við vorum miklu betri, vorum meira með boltann og þær skoruðu eftir eina hornspyrnu. Við sköpuðum miklu meira og ég er svekkt með að ná ekki í að minnsta kosti í jafntefli.
Það er alltaf erfitt að spila á útivelli og þær gerðu okkur erfitt fyrir. Við erum svekktar með að ná ekki að skora,“ saðgi hún.