Óttast það versta ef ÍBV heldur sér uppi

Þjálfarinn Hermann Hreiðarsson og varnarmaðurinn Elvis Bwomono.
Þjálfarinn Hermann Hreiðarsson og varnarmaðurinn Elvis Bwomono. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

„Það yrði ömurlegt ef karlaliðið fellur en ég er samt komin á það að það sé allt í lagi að þeir falli bara,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um Bestu deild karla í knattspyrnu. 

Hvað verður um kvennaknattspyrnuna?

Kvennalið ÍBV féll í 1. deildina á dögunum og þá er karlaliðið í harðri baráttu um sæti sitt í efstu deild en liðið er með 20 stig í ellefta sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fjórum umferðum er ólokið.

„Ég hræðist það, hvað mun gerast, ef liðið heldur sér uppi,“ sagði Svava Kristín.

„Hvað verður um kvennaknattspyrnuna í Eyjum ef þeir halda sér uppi? Verður kvennaliðinu eitthvað sinnt í næstefstu deild?

Kannski er bara betra að bæði liðin falli, fólk setjist niður og íhugi alvarlega á hvaða vegferð knattspyrnan í Vestmannaeyjum er,“ sagði Svava Kristín meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is