Við höldum okkur uppi, engin spurning

Ólafur Íshólm Ólafsson í dag.
Ólafur Íshólm Ólafsson í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Framarar sóttu ÍBV heim í fallbaráttu í Bestu deild karla í fótbolta á Hásteinsvelli í dag. Enduðu leikar 2:2.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Framara, þurfti nokkrum sinnum að setja hendur í boltann. Mbl.is gaf sig á tal við Ólaf Íshólm, fyrirliða og markmann Fram.

„Kannski ekki mikið fyrir augað þessi knattspyrnuleikur. Við komumst yfir með svona kannski heppnismarki; skýtur í varnarmann og inn. Svo bara gefum við tvö aulamörk en sem betur fer reddar Þengill okkur og jafnar“

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem að skoruðu fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. Eftir það datt leikurinn aðeins niður og allt stefndi í að þetta myndi enda í 1:0.

Eyjamenn settu mark sitt á leikinn á fimm mínútna kafla þegar að liðið skoraði tvö mörk annarsvegar á 80. mínútu og svo á 84. mínútu. Heimamenn óvænt komnir yfir.

„Mér fannst hann brjóta á mér[í seinna markinu] en það er misjafn hvað þarf mikið til hjá þessum dómurum.“

Þó svo að bæði lið hefðu viljað taka þrjú stig hér í dag þurfa þau að sætta sig við eitt stig hvort og sitja Eyjamenn þar af leiðandi enn í fallsæti með jafnmörg stig en verri markatölu en Fram.

„Þrír leikir eftir og níu stig í boði. Við eigum tvo heimaleiki núna í röð, vinnum þá og sjáum svo hvernig staðan verður fyrir loka leikinn“

Aðspurður hvort að Ólafur teldi það líklegt að þeir héldu sér uppi meðal þeirra bestu þetta árið sagði Óli að það væri engin spurning.

Næsti leikur Fram er heimaleikur á móti Keflavík fimmtudaginn 28.næstkomandi.

mbl.is