Víkingur úr Reykjavík varð í dag Íslandsmeistari karla í fótbolta í annað sinn á þremur árum, þrátt fyrir að spila ekki.
Jafntefli Vals gegn KR í dag þýddi að Valur getur ekki lengur náð Víkingum, sem eru orðnir meistarar þrátt fyrir að liðið eigi enn fjóra leiki eftir.
Leikmenn og þjálfarar Víkings horfðu á leik Vals og KR saman í Víkingsheimilinu, fögnuðu í stutta stund, en fóru síðan á æfingu, enda leikur gegn Breiðabliki annað kvöld.
Óttar Geirsson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, tók meðfylgjandi myndir af æfingu Víkinganna í kvöld.