„Ég tók aldrei samtal um að fara eitthvað annað eða að það væri áhugi annars staðar frá,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Sif Atladóttir í Dagmálum.
Sif, sem er 38 ára gömul, var besti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á EM 2017 í Hollandi en hún var þá samningsbundin Kristianstad í Svíþjóð.
„Ég átti mjög gott Evrópumót árið 2017 en það kom aldrei tilboð upp á borðið,“ sagði Sif.
„Ég held að það hafi haft eitthvað með það að gera að ég var orðin móðir þarna og með fjölskyldu sem ég þurfti að sinna.
Ég held ég hafi verið kominn á einhvern svartan lista og ég var of mikill pakki,“ sagði Sif meðal annars.
Viðtalið við Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.