Víkingur Íslandsmeistari árið 2023

Víkingur er Íslandsmeistari árið 2023.
Víkingur er Íslandsmeistari árið 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík er Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2023. Það varð ljóst eftir að erkifjendurnir í Val og KR gerðu jafntefli, 2:2, í Bestu deildinni í Frostaskjóli í dag.

Víkingur er nú með ellefu stiga forskot á Val, þegar Valsmenn geta mest náð í níu stig til viðbótar.

Víkingar hafa þar með unnið tvöfalt í ár þar sem liðið stóð uppi sem bikarmeistari um síðustu helgi.

Liðið varð einnig Íslandsmeistari árið 2021 og vann þá sömuleiðis tvennuna, en Víkingur hefur orðið bikarmeistari fjórum sinnum í röð.

mbl.is
Loka