Auðvitað söknum við hennar

Sveindís Jane Jónsdóttir æfði með landsliðinu fyrir leikinn gegn Wales …
Sveindís Jane Jónsdóttir æfði með landsliðinu fyrir leikinn gegn Wales en gat síðan ekki spilað. mbl.is/Hákon Pálsson

Sveindís Jane Jónsdóttir missir af landsleik Íslands og Þýskalands í Þjóðadeildinni í fótbolta í Bochum á morgun, rétt eins og hún missti af leiknum gegn Wales á föstudaginn vegna meiðsla.

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tók undir mikilvægi hennar fyrir liðið og að fjarvera hennar hefði mikil áhrif þegar mbl.is ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Düsseldorf á morgun.

„Ég held að það hafi allir séð gegn Wales hversu mikið við söknuðum hennar. Wales spilaði mjög framarlega á vellinum með sitt lið og það hefði verið draumaleikur fyrir hana að komast í svæðin fyrir aftan vörnina.

En samt unnum við leikinn og um það snýst þetta allt á endanum. Við þurfum að vera klár í að takast á við þau skakkaföll sem við lendum í og við reynum að gera það áfram,“ sagði Þorsteinn Halldórsson.

Hlín Eiríksdóttir og Amanda Andradóttir voru í fremstu víglínu hjá íslenska liðinu gegn Wales, ásamt Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem var fremst á miðjunni, og líklegt er að þær verði allar í liðinu gegn Þýskalandi á morgun.

mbl.is