Hötum ekki þessa stráka í Breiðabliki

Birnir Snær Ingason á fleygiferð í kvöld.
Birnir Snær Ingason á fleygiferð í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings úr Reykjavík, var bæði svekktur og glaður eftir 3:1-tap gegn Breiðabliki í kvöld, en Víkingur var orðinn Íslandsmeistari fyrir leik.

„Mér fannst við eiga leikinn fyrstu 30 mínúturnar en fáum skítamark á okkur og eftir það vorum við ekkert spes. Síðan skora þeir mark númer tvö sem var erfitt að verjast. Þá leggjast þeir talsvert til baka. Okkar mark kom bara of seint því miður.”

Það var gerð skipting á markmönnum í hálfleik. Var það út af lélegri frammistöðu í fyrri hálfleik? 

„Nei alls ekki, hann var eitthvað meiddur,“ svaraði hann. 

Var erfitt að gíra sig upp í þennan leik?

„Nei mér fannst það ekki. Mér fannst mjög gott að vera orðinn Íslandsmeistari fyrir þennan leik. Við vorum bara sjálfum okkur verstir því við áttum að vera búnir að skora í það minnsta eitt mark á fyrstu 30 mínútunum.”

Það var mikill hiti í leiknum. Er þessi rígur kominn til að vera á milli þessara liða?

„Já alla vega næstu árin held ég. Ég held að þetta sé bara mjög skemmtilegt fyrir deildina og við leikmenn elskum þetta líka. Við hötum ekkert þessa stráka í Breiðabliki, alls ekki, en inni á vellinum er þetta alvöru rígur í gangi.”

Verður erfitt að gíra ykkur upp í næstu leiki?

„Liðið er bara þannig að það er svo mikil samkeppni um allar stöður og menn mæta 100% gíraðir í næstu leiki. Það er enginn í Víkingi að fara mæta 80% í neinn leik,“ sagði Birnir Snær í samtali við mbl.is

mbl.is