Jafnt í seinni leik Íslands

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 23 ára og yngri gerði í dag markalaust jafntefli við Marokkó í seinni vináttuleik liðanna í Rabat í dag. 

Ísland vann fyrri leik liðanna á föstu dag 3:2, en leikurinn í dag bauð ekki upp á sömu skemmtun og markalaust jafntefli raunin.

Byrjunarlið Íslands:
Aldís Guðlaugsdóttir
Jakobína Hjörvarsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Sæunn Björnsdóttir
Katla Tryggvadóttir
María Catharina Ólafsdóttir Gros
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Hulda Björg Hannesdóttir
Karen María Sigurgeirsdóttir
Snædís María Jörundsdóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

mbl.is