Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 23 ára og yngri gerði í dag markalaust jafntefli við Marokkó í seinni vináttuleik liðanna í Rabat í dag.
Ísland vann fyrri leik liðanna á föstu dag 3:2, en leikurinn í dag bauð ekki upp á sömu skemmtun og markalaust jafntefli raunin.
Byrjunarlið Íslands:
Aldís Guðlaugsdóttir
Jakobína Hjörvarsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Sæunn Björnsdóttir
Katla Tryggvadóttir
María Catharina Ólafsdóttir Gros
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
Hulda Björg Hannesdóttir
Karen María Sigurgeirsdóttir
Snædís María Jörundsdóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir