„Líkamsárás sem hefði verið kærð til lögreglu“

Sindri Snær Magnússon var heppinn að sleppa með gula spjaldið …
Sindri Snær Magnússon var heppinn að sleppa með gula spjaldið gegn HK-ingum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason, betur þekktur sem Dr. Football, var vægast sagt ósáttur með dómgæsluna í leik Keflavíkur og HK í neðri hluta Bestu deildar karla sem fram fór á Keflavíkurvelli í gær.

Leiknum lauk með sigri Keflavíkur, 2:1,  en Sindri Snær Magnússon, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta gult spjald á 59. mínútu fyrir ljótt brot á Leifi Andra Leifssyni, fyrirliða HK.

Þetta hefði nú átt að vera rautt spjald,“ skrifaði Jón Kristinn Jónsson meðal annars í textalýsingu sinni um leikinn á mbl.is.

„Á 59. mínútu reynir Sindri Snær Magnússon að fótbrjóta Leif Andra,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþætti sínum Dr. Football.

„Þetta væri bara líkamsárás sem hefði verið kærð til lögreglu ef þetta hefði gerst í miðbænum,“ sagði Hjörvar meðal annars.

Nýjasta þátt Dr. Football má nálgast með því að smella hér.

Leifur Andri Leifsson.
Leifur Andri Leifsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is