Cecilía í markinu. Hallbera, Sif, Elísa og Áslaug í vörninni.
Sara, Dagný, Gunnhildur og Alexandra á miðjunni.
Berglind, Elín og Sveindís í sókninni.
Væri þetta ekki firnasterkt íslenskt landslið í fótbolta? Jafnvel þótt þarna séu tólf leikmenn en ekki ellefu?
Þetta eru ekki leikmennirnir sem mæta Þýskalandi í Þjóðadeildinni í Bochum í dag.
Þetta eru leikmennirnir sem ekki mæta Þýskalandi í Bochum í dag.
Þessar tólf öflugu knattspyrnukonur voru allar með Íslandi á EM fyrir rúmu ári.
Fimm þeirra eru hættar í fótbolta eða með landsliðinu og hinar eru ýmist meiddar eða ófrískar.
Fyrir fámenna þjóð er þetta mikil blóðtaka og það er í raun afrek að geta stillt upp samkeppnishæfu landsliði með þessum afföllum.
Bakvörð Víðis má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.