Tvær breytingar á byrjunarliði Íslands

Berglind Rós Ágústsdóttir sem hér skorar gegn Finnlandi í sumar …
Berglind Rós Ágústsdóttir sem hér skorar gegn Finnlandi í sumar er í byrjunarliðinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni sem hefst á Ruhrstadion í Bochum klukkan 16.15.

Berglind Rós Ágústsdóttir og Guðný Árnadóttir koma inn í byrjunarliðið en Diljá Ýr Zomers og Amanda Andradóttir setjast á varamannabekkinn.

Liðið er þannig skipað:

Mark:
Telma Ívarsdóttir

Vörn:
Guðný Árnadóttir
Guðrún Arnardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Sandra María Jessen

Miðja:
Hildur Antonsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Berglind Rós Ágústsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sókn:
Hlín Eiríksdóttir

mbl.is
Loka