Bestur í 24. umferðinni

Sami Kamel er lykilmaður hjá Keflvíkingum.
Sami Kamel er lykilmaður hjá Keflvíkingum. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sami Kamel sóknartengiliður Keflvíkinga var besti leikmaðurinn í 24. umferð Bestu deildar karla í fótbolta, að mati Morgunblaðsins.

Sami átti mjög góðan leik og skoraði sigurmarkið þegar Keflavíkurliðið vann sinn fyrsta sigur í 23 leikjum, frá 10. apríl, 2:1 gegn HK á sunnudaginn, og eygir þar með enn þá veika von um að halda sér í deildinni með því að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru.

Sami er 29 ára gamall Dani en er frá Írak og með tvöfalt ríkisfang. Hann lék með dönsku liðunum Næstved, Hellerup og Köge en fór til Noregs árið 2016 og lék þar í sjö ár.

Allan sinn tíma í Noregi lék Sami í C-deildinni, fyrst með Hönefoss í þrjú ár og síðan með Brattvåg í fjögur ár. Hann skoraði 15 mörk í 62 deildaleikjum fyrir Hönefoss og síðan 40 mörk í 92 deildaleikjum fyrir Brattvåg.

Nánar um Sami ásamt liði 24. umferðar á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: