„Ég hafði aldrei séð pabba gráta fyrr en þarna“

„Við vinnum KR og ég man að í fagnaðarlátunum þá færum við okkur í átt að stúkunni,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Sif Atladóttir í Dagmálum.

Stórt að verða Íslandsmeistari

Sif, sem er 38 ára gömul, varð Íslandsmeistari með Val árið 2007 í fyrsta sinn á ferlinum en liðið endaði með 46 stig, þremur stigum meira en KR.

„Ég sé pabba í stúkunni og pabbi er grátandi,“ sagði Sif.

„Ég hafði aldrei séð pabba gráta fyrr en þarna, og þá byrja ég að gráta.

Þetta er kjarnaminning hjá mér og ég áttaði mig á því þarna hversu stórt það er að verða Íslandsmeistari,“ sagði Sif meðal annars.

Viðtalið við Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Feðginin Atli Eðvaldsson og Sif Atladóttir.
Feðginin Atli Eðvaldsson og Sif Atladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is