Hefði viljað fá samtal frá landsliðsþjálfaranum

„Það er mjög áberandi að ég er ekki að fara að spila mikið og ég er ekki með neitt augljóst hlutverk,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Sif Atladóttir í Dagmálum.

Misst af stórum hlutum

Sif, sem er 38 ára gömul, lagði landsliðsskóna nokkuð óvænt á hilluna á síðasta ári, fyrir umspilsleikinn gegn Portúgal þar sem sæti á HM 2023 var undir en alls lék hún 90 A-landsleiki á ferlinum..

„Það hefði verið gott að fá samtalið um það hvert mitt hlutverk væri í liðinu,“ sagði Sif.

„Ég er með tvö börn og það fer mikill tími í þetta. Ég hef misst af stórum hlutum hjá stelpunni minni sem var sjö ára á þessum tíma.

Auðvitað hefði ég viljað vera til staðar fyrir stelpurnar en ég valdi fjölskylduna mína fram yfir landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Sif meðal annars.

Viðtalið við Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þorsteinn Halldórsson og Sif Atladóttir.
Þorsteinn Halldórsson og Sif Atladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is