„Auðvitað hefði verið gaman að skora en þegar að ég horfi á hlutskipti mitt með landsliðinu þá var það að verja markið okkar,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Sif Atladóttir í Dagmálum.
Sif, sem er 38 ára gömul, lagði skóna á hilluna á dögunum en hún lék alls 90 A-landsleiki fyrir Ísland og fór á fjögur stórmót með kvennalandsliðinu.
„Ég á alveg nokkur augnablik þar sem ég keyri upp völlinn og ég man sérstaklega eftir einu þeirra,“ sagði Sif.
„Ég tek nokkrar sendingar og boltinn endar hjá Dagnýju sem skorar. Þá heyri ég útundan mér í Freysa [Frey Alexanderssyni] á hliðarlínunni: Drullaðu þér til baka!,“ sagði Sif meðal annars í léttum tón.
Viðtalið við Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.