Kallar eftir áherslubreytingum hjá KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef aðeins verið að kalla eftir því að við fókusum aðeins meira á kvennalandsliðið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um íslenska landsliðið. 

Besta manneskjan til að leiða verkefnið

Frammistaða kvennalandsliðsins hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir leikina gegn Wales og Þýskalandi í 3. riðli Þjóðadeildar Evrópu í nýliðnum landsleikjaglugga.

„Fókusinn hefur verið mikið á karlalandsliðinu sem er eðlilegt enda hafa verið ákveðin vandamál í gangi þar,“ sagði Ásthildur.

„Það hafa hins vegar átt sér stað framfarir þar, þar er allt í góðum farvegi og liðið er með góðan þjálfara.

Nú þarf aðeins að skoða það af hverju við erum að dragast aftur úr og ég held að besta manneskjan til að leiða og greina það verkefni sé Vanda Sigurgeirsdóttir,“ sagði Ásthildur meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Loka