Allt samfélagið að velta sér upp úr skilnaðinum

„Það er pínu sérstakt að vera alin upp á heimili þar sem allir vita hver pabbi þinn er,“ sagði knattspyrnukonan fyrrverandi Sif Atladóttir í Dagmálum.

Ljótar sögur og umsagnir

Sif, sem er 38 ára gömul, er dóttir Atla Eðvaldssonar heitins en Atli er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt og var bæði fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, ásamt því að þjálfa liðið um tíma.

„Það höfðu allir skoðun á pabba og allt sem maður gengur í gegnum hefur áhrif á mann,“ sagði Sif.

„Foreldar mínir skilja þegar að ég er 14 ára, sem var mikið högg fyrir mann. Það var ekki nóg að þau væru að skilja heldur var allt samfélagið að tala um það líka.

Ofan á það komu bæði ljótar sögur og umsagnir sem eru óviðeigandi að heyra þegar maður er enn þá barn ef svo má segja.

Ég var mjög lengi að fóta mig og allt upp í fullorðinsárin var ég í vandræðum með sjálfstraustið,“ sagði Sif meðal annars.

Viðtalið við Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Feðginin Atli Eðvaldsson og Sif Atladóttir.
Feðginin Atli Eðvaldsson og Sif Atladóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is