Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, minntist systur sinnar í fallegri færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram í gær.
Tinna Björg Malmquist Gunnarsdóttir, systir Arons, lést á dögunum en hún var fædd árið 1983.
„Elsku fallega og góða Tinna mín,“ skrifaði Aron Einar á Instagram-síðu sína.
„Þín verður sárt saknað, þér var ætlað eitthvað meira og stærra þar sem þú ert. Við pössum uppá litlu fjölskylduna þína.
Hvíldu í friði elsku Tinna mín,“ bætti Aron Einar við.