Skyldusigur hjá kvennalandsliðinu

Næsti leikur Íslands er gegn Wales í Cardiff þann 1. …
Næsti leikur Íslands er gegn Wales í Cardiff þann 1. desember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vil sjá eitthvað augljóst plan hjá liðinu,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, einn leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi, í Fyrsta sætinu. 

Skrefin hluti af einhverju plani

Þóra, sem er 42 ára gömul, lék 108 A-landsleiki fyrir Ísland en liðið mætir Wales og Danmörku á útivelli í lokaleikjum sínum í Þjóðadeildinni í byrjun desember.

Ísland er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins, þremur stigum minna en Wales, og þarf á sigri eða jafntefli að halda til þess að tryggja það að liðið falli ekki úr A-deildinni.

„Ég vil sjá að skrefin sem voru tekin núna hafi verið hluti af einhverju plani og að næstu skref verði tekin í framhaldinu af því,“ sagði Þóra sem var því næst spurð hvort leikurinn gegn Wales væri skyldusigur.

„Já,“ bætti Þóra þá við.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert