Áfram í Úlfarsárdal

Orri Sigurjónsson í leik með Frömurum í sumar.
Orri Sigurjónsson í leik með Frömurum í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Orri Sigurjónsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Fram til næstu tveggja ára.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Orri, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Framara frá Þór á Akureyri fyrir síðasta keppnistímabil.

Hann kom við sögu í 17 leikjum Fram á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði tvö mörk en alls á hann að baki 33 leiki í efstu deild með Þór og Fram.

Það er mjög ánægjulegt að tryggja áframhaldandi þjónustu Orra,“ segir meðal annars í tilkynningu Framara.

mbl.is